Að vista myndir fyrir vefinn

Þegar við vistum myndir fyrir vefinn þurfum við að hafa þær þannig að þær séu léttar í niðurhleðslu og ef það er rammi eða eitthvað svoleiðis, t.d. rammi fyrir auglýsingu þarf að hafa þær í réttri stærð. Við verðum líka að gæta þess að myndin fari ekki úr gæðum.

Til þess að myndir séu sem léttastar í keyrslu þurfum við að vista þær á öðru formati, s.s. annari skrárendingu. Það er best með myndir sem eru flóknar s.s. með mikið af litum og svoleiðis að vista þær með .png skrárendingunni, því þar kemur hún í sem mestu gæðum og er létt í keyrslu. Hinsvegar ef við myndum vista myndina sem .JPEG getur orðið gagnatap á myndinni og þar af leiðandi kemur hún út í minni gæðum. Hefðum við vistað myndina með .GIF endingunni hefði gæðin líka skolast til, stundum mikið. Svo það er í rauninni best að vista svona myndir í .png formati. En ef við erum með einfalda mynd t.d. logo og þannig, þá gætum við vistað í .GIF formati til þess að myndinn verði minni í KB eða MB talið en heldur samt sem áður gæðum.

Þegar talað er um upplausn á myndum, dpi sem þýðir punktar á tommu þýðir það að það er ákveðnir margir pixlar á hverja tommu. Ef ég væri t.d. með mynd sem væri 300dpi þýddi það að það væru 300 pixlar á hverja tommu. Þetta kallast upplausn.

Í photoshop er hægt að skerpa myndir. Ein aðferðin er sú að fara í Image > Levels. Þar er hægt að skerpa aðeins litina í myndunum, en þar ber að varast að skerpa myndina ekki of mikið þannig að hún verði of björt eða þannig að hún verði of dökk. Síðan er hægt að fara í Filter > sharpen > unsharp Mask til þess að fá skýrari mynd, daufari eða svona óraunverulega sem er ekkert flott þannig að þá má passa að þetta verði ekki of mikið.   


Höfundarréttur

Höfundarréttur er þegar höfundur hefur rétt á eitthverju verki, mynd, tónlist eða eitthvað sem hann bjó til. C með hring þýðir t.d. að það má enginn, nota, breyta eða birta með nokkrum hætti án leyfis höfundar. Málið í þessum lögum er að höfundur hefur einkarétt til að leyfa eitthverjum að nota verk eftir sig og ekki má taka verk og dreifa þeim, birta á vefsíðum, breyta eða blanda upp á nýtt, nema með leyfi höfundarrétthafa. En það má hinsvegar taka mynd af eitthverju, t.d. byggingu, án eitthvers sérstaks leyfis, svo lengi sem það er á almannafæri. Höfundarréttur varir í 70 ár eftir andlát höfundar, eftir það dettur höfundarrétturinn úr gildi, merkið fyrir það er c með hring og svo strik yfir. Höfundarréttur er mikilvægur að því að sá sem gerði efnið hefur kannski lagt mikla vinnu í það og ef eitthver Jón Jónson út í bæ tekur síðan efnið og birtir það, notar, eða breytir því, getur það verið túlkað þannig að þetta sé hans efni ekki höfundarins eða að hann segir að hann hafi gert þetta efni sem er ekki rétt. Svo getur höfundurinn krafist greiðslu fyrir að lefa öðrum að fá að nota efnið. Brot á þessum lögum geta valdið sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. En ef sá sem braut þessi lög vissi ekki betur þá sleppir hann við refsingu.

CC höfundarréttur (Creative Commons) þýðir að höfundurinn getur leyft notkun á verkum sínum en það verður að fylgja settum skilyrðum með því að nota CC merkingar á verkin. Það eru nokkur merki sem tengjast CC höfundarréttinum, merki með hring og karli inn í þýðir að það verður að geta höfundar og uppruna eldra merki er By: með hring utan um, annað merki er með $ og hring utan um, það þýðir að það megi ekki nota verkið í hagnaðarskini, s.s. ekki selja það, enn annað merki með = og hring utan um þýðir að það má ekki breyta verki né nota það í önnur verk, síðasta merkið er hringur með öfugu c inn í sem þýðir að það má breyta verkinu og nota í önnur verk því að höfundarrétturinn er dottin úr gildi. Ef það er breytt eða birt eitthversstaðar eða gert eitthvað við verkið, verður að dreifa þeim með samsskonar CC höfundarleyfi og er á viðkomandi verki. CC höfundarréttur virkar þannig að höfundur setur ákveðin skilyrði og veitir leyfi til að birta, breyta, eða eitthvað slíkt án þess að það þurfi að hafa upp á höfundinum og hafa samband.  


Skipulag vefsíðna

Vefsíður eru gjarnan uppbygðar þannig að þeim er skipt niður í flokka, t.d. Forsíða, Hafa samband og fleiri flokkar. Þær eru uppbygðar þannig að það sé þægilegt að skoða þær. Eins og ef ég væri að búa til síðu um tölvur þá myndi maður kannski hafa einn flokk sem eru t.d. stýrikerfi kannski annar sem er t.d. kassar og kannski enn annan sem væri t.d. skjár o.s.f.v. Síðan kemur stundum undir þeim líka aðrir flokkar t.d. í forsíðu gæti komið flokkurinn siglingar, ef síðan á að fjalla um það, Hafa samband o.s.f.v. Þeim er skipt svona niður vegna þess að það er þæginlegast fyrir notandan að geta fundið það sem hann er að leita að strax. Segjum sem svo að ég færi á eitthverja vefsíðu og hún er frekar óskipulögð, þá þyrfti ég að eyða tíma í að leita að eitthverju sem ég hefði kannski fundið strax. Á forsíðuni er oftast það nýjasta eða það mikilvægasta sem notandinn þarf að vita eða sjá til að hann sjái strax og hann kemur inn á síðuna hvað er á henni og kannski vekur það forvitni og notandinn fer að skoða vefsíðuna betur. Ef forsíðan er bara með eitthverju efni er líklegra að notandinn nenni ekkert að gá að fleiru því að hann veit ekkert hvað þetta er um og fer eitthvert annað. Síðan er vefsíðunni skipt í flokka þannig að það sé þægilegt að nota síðuna og finna það sem maður leitar að, t.d. ef síðan er um siglingar gæti komið flokkur á forsíðuni sem heitir Kænur sem eru litlir seglbátar. Síðan undir því væri hægt að setja inn flokk t.d. Hvað eru Kænur? Því það vita ekkert allir endilega hvað Kænur eru o.s.f.v. 

Lesandinn er leiddur á síðunni frá því víðtækasta til hins sértækasta, t.d. ef hann fer inn á eitthverja síðu og fer inn á ákveðinn flokk kemur kannski annar flokkur undir því og svo kannski annar flokkur undir þeim flokki o.s.f.v. það er best að raða þessu svona því að þá verður vefsíðan skipulögð og ef þetta væri allt á forsíðunni, yrði það ansi langur listi á endanum.


Tökuplan

Tökuplan er þegar allt er sett niður á blað og skipulagt fyrir hverja senu, t.d. hvar á að taka upp, hverjir eiga að vera á staðnum, props (leikmunir), tæki og tímaáætlun. Það á að koma fram hverjir eru á staðnum, leikarar, leikstjóri, aðstoðarmenn, myndatökumaður og fleiri sem eiga að mæta í þessa senu. Síðan á að koma fram hvaða tæki við notum, t.d. myndavél, myndavélastandur, ljós og fleira. Síðan gerum við tímaáætlun, hvenær við ætlum að framkvæma senuna, dagsetning og tími.

Ef við erum með margar senur þá gerum við það nákvæmlega sama fyrir hverja senu. Í tökuplani á að koma fram hverjir eru í einni tiltekni senu svo að hinir þurfi ekki að mæta að óþörfu, svo auðvitað staðsetningin til að fólk viti hvar það á að mæta, props (leikmunir) það er s.s. allir aukahlutir sem eru í myndinni, eins og t.d. ef við erum með eitthvern hlut í myndinni, t.d. borð eða ísbox þá á hann að koma fram þar. Föt eiga líka að koma fram í props, til að vera með allt tilbúið svo að það þurfi ekki að fara að græja það í miðjum tökum, eins með tækin, bara að vera með allt tilbúið svo að það sé hægt að byrja strax. Tímaáætlun svo að það sé hægt að vita hve langan tíma senan tekur og til að það sé hægt að vita hvenær á að mæta. Svo röðum við senunum þannig að þægilegast sé að taka þær upp, t.d. útisenur sér, inni senur sér og svo kannski eitthverjar senur sem eru t.d. sömu föt, sama props o.s.f.v. Þannig er hægt að nota tökuplön svo að allir sem þurfa kannski ekki að mæta í þessa senu geta sleppt því og mætt í senuna sína sem þau eru í, og allt tilbúið og hvenær á að mæta.

Tilgangurinn með tökuplani er sá að geta tekið upp á sama stað svo að það þurfi ekki alltaf að vera að fara endalaust á milli staða, senur með sömu fötum svo að það þurfi ekki alltaf að vera að skipta um föt og hafa allt tilbúið svo að það þurfi ekki alltaf að leita af eitthverju sem er kannski ekki þarna og þá þarf að fara ná í það o.s.f.v. Þetta er í rauninni bara að skipuleggja tökurnar til að vera ekki að standa í eitthverju veseni með hluti.             


Synopsis

Synopsis er stutt lýsing á innihaldi myndarinnar sem maður setur á blað, s.s. svona samantekt á því hvað gerist í myndinni. Þar á að koma fram ,,plottið" á myndinni og lýsing á aðalpersónum. Plott er hvernig myndin byrjar, hvað gerist í henni og hvernig hún endar. Þetta er svipað því og er aftan á bókum, eða hulstrum utan um bíómyndir, þar er sagt hvað gerist í myndinni og hvernig hún byrjar. Endirinn kemur ekki fram þar, en í synopsis á endirinn að koma fram, annað nafn yfir plott gæti t.d. verið söguþráður. Lýsingin á að vera þannig að það komi svona það helsta fram, hvað er að gerast í myndinni, þættinum eða leikritinu. Það þarf t.d. ekki að setja inn hvað er verið að segja eða hvað nákvæmlega persónunar gera. Í synopsis á líka að koma fram hvernig persónuleikinn er hjá karakterunum. Það á að vera haus sem segir að þetta sé synopsis, í honum á líka að vera nafn og hvar er er hægt að ná í höfundinn, þar eru gefnar bakgrunnsupplýsingar. lýst aðstæðum og stað og tíma. Sagan á að vera sögð í 3. persónu s.s hann,hún, það, þau, þeir o.s.f.v og í nútíð. Síðan kemur textinn, þar er lýst aðalpersónunum eins og þær koma fyrir. Það þarf allt að vera í réttri röð s.s. fyrst upphaf sem er byrjunin á sögunni, síðan meginmál sem er það sem gerist í sögunni og svo loks endirinn þar sem allt kemur saman og sagan endar.

Tilgangur synopsis er að geta sýnt t.d. framleiðanda eða umboðsmanni hvernig mynd þetta er og hvað hún er um. Ef synopsis er gott og vel gert, þá eru meiri líkur á að sá sem les synops-ið vilji lesa handritið líka. Svo þegar umboðsmaðurinn eða framleiðandinn les handritið, þá er möguleiki að þeir samþykki myndina og komi henni jafnvel í framleiðslu.  


Storyboard

Storyboard er þegar það er teiknað allt sem gerist í myndinni, s.s hvar persónunar standa hvað nákvæmlega þær eru að gera, eins og ef persóna heldur á eitthverju og ætlar að gera eitthvað við það þá þarf að teikna það, hluti sem á að koma inná senuna o.s.f.v. 

Tilgangurinn með storyboard er að geta séð hvar t.d. persónunar eða leikararnir standa og geta séð betur fyrir sér hvernig myndin verður og geta séð hvar hver og einn á að standa eða sitja eða hvað sem þeir eru að gera. Það er stundum ekki nóg að hafa bara handrit, stundum er betra að átta sig á hlutunum með því að teikna þá upp. Sjá betur fyrir sér hlutina. Það á að koma fram í storyboard-i, hvar persónan er, t.d. ef við tökum upp þannig að tvær persónur sjást í skotinu, þá eiga þær að vera á sama stað og í storyboardinu hvað hún er að gera t.d. ef hún á að búa til sjeik þá á það að sjást að hún sé að búa til sjeik á storyboard-inu og hlutina sem verða inná senunni. Þeir eiga líka að vera á sama stað og á storybord-inu. Það er gott að nota ramma í storybord-i. Í storyboard er teiknað hvernig skotin eru s.s. hvernig horft er á hlutinn og texti t.d. hvað persónan segir eða gerir. 

Storyboard nýtist við tökur til að vita hvar persónan á að vera, hvernig á að skjóta á hlutinn og sést betur hvað persónan er að gera. Nýtist við klippingar því þá er hægt að sjá betur hvað á t.d. að klippa út.  


Handrit

Handrit er þegar það er skrifað niður allt sem gerist, t.d. í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum eða leikúsum. Handrit þarf að vera með öll smáatriði, öll hljóð, allt sem gerist og það sem persónan er að segja. Tilgangur handrits er að geta sýnt, t.d. framleiðanda hvað nákvæmlega gerist, svo er annar tilgangur með handriti, það er að sá sem á að leika myndina þarf að vita hvað hann á að gera og líka sá sem ætlar að búa til myndina þarf að geta gert hana almennilega. Það segir sér nokkurnvegin sjálft að mynd verður ekki góð ef hún er bara gerð út í bláin. 

Handrit á að vera með forsíðu sem kemur fram eftir hverja það er, hverjir aðstoðuðu við handritsgerðina, titill og copyright og á hverju það er byggt á og tengiliðaupplýsingar. Titillinn er auðvitað bara til að vita hvað myndin eða þátturinn heitir og gefur ákveðna vísbendingu um hvað það er um. Copyright þýðir að sá sem bjó þetta handrit til á réttinn á því og það þýðir að þú mátt ekki taka handritið og byrja að búa til mynd sem fer síðan í sölu án leyfis höfundar. Það þarf auðvitað að koma fram á hverju það er byggt á, ef svo er, því það þýðir þá að hugmyndin kom ekki öll frá þessum sem skrifuðu handritið heldur að hugmyndin kom annarsstaðar frá og síðan kannski breytt örlítið, bætt eitthverju við jafnvel o.s.f.v. Sá sem les handritið vill mögulega vita eftir hverja það er svo við setjum það inn líka. Fyrst kemur titill, síðan kemur eftir hverja það er, miðjað, síðan kemur á hverju handritið er byggt ef svo er, næst kemur copyright.

Eftir forsíðuna eru karakteranir miðjaðir og eins hvað þeir gera. Það er miðjað líka. Fyrst er sagt hvað gerist, t.d. eins og ef viðskiptavinur á að ganga inn í búð og biður um eitthvern hlut, þá þurfum við að lýsa því hvernig hann gengur, hvað hann gerir nákvæmlega og hljóðin í kring. Síðan koma persónunar, nafn persónunar er miðjað og síðan kemur í næstu línu hvað persónan segir. Við setjum þetta svona inn til þess að það sé auðvelt að lesa handritið og að allt komi skýrt fram. 

Celtex er forrit sem kvikmyndafólk notar í handritsgerð. Kosturinn við Celtex er sá að þú getur valið hvað þú ætlar að gera t.d. karakter, og forritið setur það á sinn stað eins og það á að vera í handritum. Að því að forritiið gerir þetta þá er það mjög hentugt fyrir kvikmyndagerðarfólk, það sparar mikinn tíma og fyrirhöfn í stórum handritum, eins og fyrir kvikmyndir. 


Hvað er hugmyndavinna?

Hugmyndavinna er þegar höfuðið er lagt í bleyti til að storma upp hugmyndum (brainstorma) til að fá hugmynd um hvað við ætlum að gera. Að brainstorma þýðir bara að koma með allt sem þér dettur í hug. Hugmyndavinna er mikilvæg því að þú kemur með hugmynd og þá þarftu að muna hana. Það er voða vont að fara að búa til handrit með enga hugmynd. Svo líka ef þú ætlar að búa til myndband, kvikmynd eða bara skets þá þarftu auðvitað hugmynd til að það sé hægt að gera myndina. Mér finnst best að vinna hugmyndavinnu með því að skrifa allt niður á blað sem manni dettur í hug og velja svo úr því það sem manni finnst vera best. Hópur getur unnið að hugmyndavinnu með því að einn skrifar hver og einn kemur með hugmynd og svo er valið það sem flestum í hópnum finnst best. Kostir þess að vinna í hóp er það að þá hefuru fleiri með þér, þar af leiðandi fleiri hugmyndir og hugmyndavinnan gengur hraðar fyrir sig. Gallinn er hinsvegar sá að það á kannski einn að gera eitthvað eitt, t.d. að skila verkefni, þá verður maður að treysta því að hann/hún geri það sem hann/hún á að gera þegar aðrir eru kannski ekki á staðnum. Í hugmyndavinnunni hef ég lært að skrá niður allar hugmyndir sem maður fær, þótt þær séu kannski ekkert góðar, því að kannski getur kviknað hugmynd út frá annari hugmynd og sú hugmynd getur verið betri og jafnvel góð.

Skets - Ísstarfsmaðurinn - Synopsis

Myndin fjallar um viðskiptavin sem kemur inn í ísbúð og biður um einn vel hrærðan sjeik. ísstarfsmaðurinn bregst skringilega við og byrjar að hræra sjekinn en þykir hann ekki alveg nógu hrærður, svo ísstarfsmaðurinn hrærir hann aftur og byrjar að dýfa puttanum ofan í sjeikinn, bera hann á varirnar á sér og eitthvað þannig og síðan fær viðskiptavinurinn sjeikinn, klínir honum í andlitið á sér, labbar út og bölvar ísstarfsmanninum í leiðinni. Ísstarfsmaðurinn er stelpa sem afgreiðir viðskiptavininn á skringilegan máta og viðskiptavinurinn er bara venjulegur maður sem klínir sjeiknum í andlitið á sér upp úr þurru og ætlar að fá sér sjeik.

Það eru tveir leikarar í myndinni, viðskiptavinurinn og ísstarfsmaðurinn og við erum ekki búnir að ákveða hvar við eigum að taka hana upp.


Velkomin! Internetið og Veraldarvefurinn

Sæl verið þið!
Ég heiti Arnar, 16 ára, er að byrja á grunnámi í upplýsinga og fjölmiðlabraut og er í áfanga í Flensborgarskóla sem heitir VMM (Vefsíðugerð, myndvinnsla og myndbandagerð). Áhugamálin mín eru siglingar á kænum, sem eru litlir seglbátar og píanó. Mér finnst skemmtilegast að sigla og keppa í siglingum. Mínar væntingar til VMM er að það verði gaman. Það verður örugglega skemmtilegt að hanna sína eigin vefsíðu og gera myndbönd. Það verður ábyggilega líka gaman að vinna með myndir og svoleiðis.

Nú ætla ég að segja ykkur hvað internetið og veraldarvefurinn er. Internetið eru öll tæki sem tengjast saman, t.d. tölvur, prentarar, tölvupóstur, farsímar o.s.f.v. Sendingar frá þessum tækjum fara ákveðna leið til ákveðins stað. Tökum farsímann sem dæmi, við hringjum í ákveðið númer, þá fer sendingin ákveðna leið, og til þanns aðila sem við vorum að hringja í. Við getum hugsað Internetið sem eitthversskonar vegakerfi, Internetið fer eftir ákveðnum vegum til ákveðins staðs. Svo er til eitthvað sem heitir IP addressa, það eru húsanúmerin, hver hlutur á Internetinu hefur sína eigin IP-addressu. IP-addressan er til að auðkenna hlutinn. Veraldarvefurinn, sem við köllum oft vefinn, er aftur á móti annað. Það er það sem við erum að skoða í vafranum okkar, með hjálp internetsins, s.s allar vefsíðurnar sem við erum að skoða, og allar vefsíður sem eru til í heiminum, sem er alveg hellingur. Þar getur hver sem er sett hvað sem er þangað inn.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband